Project Description
Bátsferð í Eyjum – Hringferð um Heimaey
Njóttu þess að koma í bátsferð í Eyjum
Eyjar bíða í eftirvæntingu um að taka á móti þér. Skelltu þér til Eyja og njóttu þess að sigla í kringum Heimaey og sjá alla náttúruna í kringum Vestmannaeyjar. Á meðan á siglingunni stendur þá segir leiðsögumaður þér sögur úr Eyjum, frá náttúrunni okkar, eyjunum, hefðunum okkar, gosinu, lundanum og mannlífinu.
Þetta er snilldar sigling þar sem þú getur notið þess að sigla um höfin blá á stórum farþegabát sem er með sæti bæði inni og úti. Farþegabáturinn Teista er með sæti fyrir um 80 manns en við tökum ekki fleiri en 50 manns um borð í hverri ferð svo það er nóg pláss.
Hlökkum til að sjá þig og þína í Eyjum.
Frekari upplýsingar um bátsferð í Eyjum
Lengd ferðar: 1,5 tími
Verð:
- Fullorðnir: 12,000 kr.
- Börn yngri en 12 ára: 5.900 kr
Lágmarksfjöldi: 15 farþegar (en við söfnum saman í fjöldann)
Tímasetning
- 15. maí til 15. september kl. 14:15 (yfir hásumar þá er oft aðrar tímasetningar líka)
Á veturna:
- Á veturna er unnt að leiga bátinn Teistu fyrir hópa. Þá geta allt að 50 manns farið í siglingu saman en eins og fyrr greinir þá er pláss fyrir 80 manns um borð svo það er rúmt á milli.
- Við getum sótt hópinn þinn í Landeyjahöfn og skutlað honum aftur til baka.
- Hafðu samband fyrir frekari upplýsingar.
- Kíktu á Spurningar og svör til að sjá svör við algengum spurningum.