Project Description

 

Mjaldrar og gestastofan – Heimsókn í Klettsvík, Griðarstað mjaldra og gestastofuna

Það eru komnir mjaldrar í Klettsvík. Þú getur kíkt á mjaldrana í Klettsvík með því að fara í sérsiglingu þangað á farþegabát. Fyrir eða eftir siglinguna geturðu kíkt á Gestastofuna og Griðarstað mjaldra í Vestmannaeyjum.

Með því að koma í siglingu að sjá mjaldrana ert þú að aðstoða Sealife Trust Beluga Whale Sanctuary að annast mjaldrana. Mjaldrarnir komu frá Kína þar sem þeir voru sýningardýr en Sealife Trust ákvað að frelsa þá með sem bestum hætti. Því miður kunna Litla Grá og Litla Hvít ekki að sjá um sig út í náttúrunni. Því var brugðið á það ráð að þær myndu búa í Klettsvík. Þá er hægt að fara með mat til þeirra þangað og þær fengið að svampla um í náttúrunni áhyggjulausar.

Ferðin út í Klettsvík tekur um 30 mínútur. Svo geturðu farið fyrir eða eftir ferðina í gestastofuna og séð lunda, aðra fugla og sjávardýr sem verið er að annast þar. Aðgangseyrinn þinn í ferðina í Klettsvík til að sjá mjaldrana og aðgangseyrinn í gestastofuna rennur til stofnunarinnar sem sér um að gefa dýrunum og annast þau. Þú færð leiðsögn í ferðinni út í Klettsvík þar sem farið er yfir hvernig líf Litlu Grá og Litlu Hvít hefur verið og hvernig þær eru að dafna núna út í náttúrunni o.fl.

Ferð í Klettsvík, mjaldrar og gestastofan

Fullorðnir: 7.500 kr.

Börn (3-12 ára): 5.000 kr.

Börn yngri en 3 ára: 0 kr.

Smelltu hér ef þú vilt sleppa siglingunni og fara bara á safnið

Bóka núna