Bátsferðir og sigling í Vestmannaeyjum
Sigling í Eyjum er ein besta leiðin til að upplifa Vestmannaeyjar. Þú getur valið um margskonar siglingar til að sjá lundana og náttúruna í kringum okkur. Í öllum ferðunum okkar er leiðsögumaður sem segir þér frá sögunni, náttúrunni, dýralífinu og fleira.
Klukkustundarferð með Ribsafari
Snilldar adrenalínferð í klukkustund þar sem þú nýtir þess að þjóta um höfin blá á meðan að þú færð að kynnast náttúru Íslands og sögu Vestmannaeyja, förum inn í sjávarhella og fræðumst um náttúruna og söguna.
Tveggja tíma ferð með Ribsafari
Mögnuð ribbátaferð þar sem þú færð að upplifa ALLT. Smáeyjarnar, þröngir sjávarhellar, lundar og dýralíf. Jafnvel sigling út í eina mögnuðustu eyjuna við Vestmannaeyjar, Súlnasker sem við getum siglt í gegnum.
Bátsferð í Eyjum
Njóttu þess að koma í rólega bátsferð í Eyjum. Sigling í kringum Heimaey þar sem leiðsögumaður segir þér sögur frá Eyjum, skoðum náttúruna og fræðust og njótum þess um leið að vera úti á hafinu bláa.