Spurningar og svör

Home/Um okkur/Spurningar og svör
Spurningar og svör2020-11-13T14:32:33+00:00

Hvað vantar þig svör við – tékkaðu á þessu eða sendu okkur línu á info@islandboattours.is

Hvernig bóka ég?2020-05-12T16:39:57+00:00

Það er best að bóka á vefsíðunni okkar www.islandboatours.is. Þú getur líka haft samband með því að senda póst á info@islandboattours.is eða hringt í síma 661-1810. r spot. Við siglum þegar við erum komin með 5 farþega í Ribsafari ferðirnar og 10 í Vestmannaeyjar Boat Tours ferðirnar.

Hvar eruð þið til húsa?2020-05-12T16:38:21+00:00

Skrifstofan okkar er að Tangagötu 7 í Vestmannaeyjum, nokkrum skrefum frá því sem Herjólfur kemur að. Fylgdu bara gulu flöggunum og þú sérð okkur.

Hvernig báta eruð þið með?2020-05-12T16:34:59+00:00

Ribbátarnir okkar, Stór Örn og Öldu Ljón,  eru svokallaðir harðbotna slöngubátur. Við siglum á um 20-25 mph og tekur báturinn 12 farþega þó sæti séu fyrir 20 manns. Við erum með tvo ribbáta.

Halkion er 14.73 metra farþegabátar sem taka 50 farþega. Það eru sæti fyrir 28 innandyra og 10 farþega utandyra og nægilegt pláss til að standa. Það er salerni um borð.

Teista er stór farþegabátur sem var notaður sem sjúkraskip í Noregi. Við tökum 50 manns í ferð með Teistu en það er pláss fyrir 80 manns og nóg af sætum bæði innandyra og utandyra sem og salerni um borð og eldhús ef að fólk vill panta hann í hópaferðir með veitingum þá er hægt að nota það eldhús.

Hópaferðir eða lúxusferðir2020-05-12T16:31:58+00:00

Við getum búið til sérsniðna ferð fyrir hópinn þinn

Matur og drykkur2020-05-12T16:31:16+00:00

Við erum ekki með veitingar um borð en ef þú hefur samband og vilt leigja bát fyrir þig og þína og fara í sérstaka ferð þá getum við útvegan mat og drykk ef svo ber undir.

Veður og afbókanir2020-05-12T16:30:07+00:00

Við gætum þurft að hætta við ferð eða færa hana til vegna veðurfars. Ef það er t.d. mikið rok eða ölduhæð há þá siglum við ekki og þú myndir hvort eð er ekki vilja sigla þá. Við reynum að finna annan tíma sem hentar þá eða endurgreiðum þér að fullu ef að við þurfum að hætta við ferðina.

Öryggi farþega2020-05-12T16:28:42+00:00

Í Ribsafari ferðunum fá allir farþega flotgalla og björgunarvesti sem þeir eru í á meðan á ferð stendur.

Í farþegabátnum eru björgunarvesti innanborðs og svo eru allir farþegar líka í björgunarvestum á meðan á ferð stendur.

Eru einhver aldurstakmörk2020-05-12T16:25:59+00:00

Lágmarksaldur í Ribsafari ferð er 5 ára fyrir áætlaðar ferðir. Ef fólk vill taka yngri börn með sér þá verður það að leigja bátinn fyrir sig og sína.

Það eru engin aldurstakmörk í farþegabátsferðirnar okkar.

Í hverju á ég að vera?2020-05-12T16:24:36+00:00

Ef þú ert að koma í Ribsafari ferð þá göllum við þig upp í hlýjan flotgalla og björgunarvesti. En það er gott að vera með húfu eða vettlinga og vera í strigaskóm eða gönguskóm. Mælum ekkert sérstaklega með háhæluðum skóm eða sandölum.

Í farþegabátaferðinni okkar sem fer hringinn í kringum Heimaey færðu björgunarvesti og við mælum með að klæða sig vel því það getur verið kalt úti á sjó.

Öryggi um borð2020-05-12T16:22:40+00:00

Ribsafari / Boat Tour in Vestmannaeyjar tryggja öryggi farþega sinna og við förum yfir öryggismál áður en haldið er af stað. Allir leiðsögumenn og skipstjórar eru með réttindi frá Slysavarnarskólanum.

Bátarnir okkar eru allir útbúnir nauðsynlegum öryggisbúnaði og eru yfirfarnir á hverju ári af yfirvöldum.

 

Ég er bakveik(ur) – get ég komið í siglingu með ykkur?2020-05-12T16:20:23+00:00

Það er ekkert mál að vera bakveikur um borð í farþegabátnum okkar sem fer hringferð um Heimaey en því miður förum við ekki með bakveika einstaklinga í Ribsafari ferðir.

Sigling og áfengi2020-05-12T16:19:09+00:00

Ribsafari getur neitað þér um að koma í ferð ef þú ert undir áhrifum áfengis eða annarra vímugjafa.

Get ég verið með gleraugu í erð2020-05-12T16:18:10+00:00

Ef þú ert að koma í Ribsafari ferð þá getum við boðið þér hlífðargleraugu yfir gleraugun til að vernda þau en auðvitað er ekkert mál að vera með gleraugu í farþegabátnum og hringferðina í kringum Heimaey.

Ég er ólétt get ég komið í ferð?2020-05-12T16:16:26+00:00

Það er ekkert mál að vera ólétt og koma í ferð með okkur á farþegabátunum sem fara hringinn í kringum heimaey en því miður getum við ekki farið með þungaðar konur í Ribsafari ferð.

Verð ég að skrifa undir eitthvað?2020-05-12T16:08:11+00:00

Ef þú ert að koma í Ribbátaferð þá þarftu að kvitta undir að þú vitir að þú ert að fara út á sjó, að þú munir fylgja leiðbeiningum skipstjóra og leiðsögumanns, að þú ert ekki undir áhrifum áfengis eða annarra vímugjafa og að þú sért ekki ólétt eða bakveik(ur).

Get ég geymt dót á skrifstofunni ykkar?2020-05-12T16:06:41+00:00

Við getum vissulega geymt fyrir þig en við tökum ekki ábyrgð á hlutunum.

Get ég tekið myndavél með?2020-05-12T16:05:50+00:00

Auðvitað um að gera.

Get ég verið með símann á mér2020-05-12T16:05:03+00:00

Að sjálfsögðu hvernig ætlarðu annars að monta þig á samfélagsmiðlunum og eiga minningar frá snilldarferð í Vestmannaeyjum?

Leyfi leiðsögumanna og skipstjóra2020-05-12T16:03:33+00:00

Skírteini skipstjóra 

  • 65 brl skipstjóraskírteini
  • Skipstjóraréttindi fyrir 750 kw
  • ROC Alþjóða neyðar- og öryggisfjarskiptakerfi
  • Vélstjóraréttindi

Allir starfsmenn og leiðsögumenn eru með skírteini í hóp og neyðarstjórnun frá Slysavarnaskóla sjómanna sem og grunnskírteini í STCW.

Go to Top