Skip to content
Surtsey
Surtsey – ýmsar staðreyndir
- Surtsey er yngsta eyjan í heiminum.
- Eyjan varð til við neðansjávareldgos sem stóð yfir frá 1963-1967.
- Eyjan er friðlýst og þú þarft sérstakt leyfi til að fara á eyjuna sjálfa.
- Hægt er að leigja Ribsafari bát og fara í ferð út að eyjunni.
- Ástæðan fyrir því að það þarf sérstakt leyfi til að fara út í eyjuna er vegna þess að vísindamenn eru að rannsaka hvernig náttúrunan þróast. Of mikil áhrif af mannavöldum hefur áhrif á þá þróun.
- Eyjan er á heimsminjaskrá UNESCO.
- Eyjan er syðsta eyjan í Vestmannaeyjaklasanum og syðsta eyjan við Íslandsstrendur.
- Með tíð og tíma hefur eyjan breyst vegna ágang sjávar. Hún hefur minnkað um tæplega helming frá því gosinu.
- Við eyjuna eru oft selir og kæpa þeir þar.
- Um átta tegundir varpfugla hafa tekið sér bólfestu á eyjunni.
- Til að fræðast um Surtseyjargosið og eldgos mælum við eindregið með heimsókn í Eldheima.
- Þegar þú kemur í siglingu á Ribbát eða í siglingu í kringum Heimaey á farþegabátnum okkar sést oftast til í eyjuna.
- Ef þú kemur í tveggja tíma siglingu á Ribbát förum við oftast út í Súlnasker sem er eyjan sem er næst Surtsey.
Share This Amazing Location!