Project Description

2 tíma Ribbátaferð

Snilldar ribbátaferð þar sem þú færð að upplifa ALLT

Í þessari tveggja tíma siglingu byrjum við að kíkja á smáeyjarnar okkar hér í Vestmannaeyjum og í nokkra sjávarhella en svo skellum við okkur lengra út í úteyjarnar og jafnvel alla leið út í Súlnasker sem er ein magnaðasta eyjan hérna í Vestmannaeyjum. Við kíkjum inn í sjávarhella eins og Ægisdyr og kafhelli sem þú kemst ekki inní á venjulegum bátum og njótum þess að sjá undursamlega náttúru á meðan að við þeysumst um og njótum þess að láta vindinn leika um okkur.

Á meðan þeyst er á milli staða er tónlist sett í gang til að auka stemninguna og þegar við stoppum inn á milli þá mun leiðsögumaður segja þér frá eyjunum okkar, sögu og náttúru. Við kíkjum á lundann og aðra fugla, jafnvel seli og hvali ef við erum heppin. Við siglum á svæði sem Eyjapeyjar og pæjur hafa jafnvel ekki séð sjálf. Sjáum veiðikofa og hina einu sönnu eyjakind sem dvelur út í úteyjunum allan ársins hring.

Snilldar ævintýraferð sem fær alla fjölskylduna til að brosa.

Frekari upplýsingar um 2 tíma ribbátaferð

Lengd ferðar: Tveir klukkutímar

Verð:

  • Fullorðnir: 19.400 kr.
  • Börn undir 12 ára aldri: 10.200 kr.

Lágmarksfjöldi: 5 farþegar í ferð (ath. við söfnum í fimm manns)

Tímasetning:

  • 15. maí til 15. september klukkan 12 og 16.  

Stundum siglum við á öðrum tímum. Athugaðu að hafa samband við okkur ef þú vilt vita með aðrar tímasetningar eða hópaferðir. Þú getur hringt í síma 661-1810 eða haft samband með pósti info@ribsafari.is.

Kíktu á Spurningar og svör til að fá svör við algengum spurningum.

Bóka núna