Project Description

Klukkustundarferð á Ribbát með Ribsafari

Snilldar Ribsafari adrenalínferð þar sem þú nýtir þess að þjóta um höfin blá á meðan að þú færð að kynnast náttúru Íslands og sögu Vestmannaeyja.

Í klukkustundarferðinni okkar förum við í Smáeyjarnar sem eru úteyjarnar næst Heimaey, skellum okkur inn í sjávarhella sem eru bara færir ribbátum en engum öðrum farþegabátum og njótum náttúrunnar allt í kringum okkar. Á meðan á ferðinni stendur skellum við lagi á fóninn en stoppum inn á milli og þá segir leiðsögumaður ykkur frá sögunni okkar, náttúru, mannlífi og hvaðeina annað héðan frá Vestmanneyjum.

Njóttu þess að sjá lundann og aðra fugla í náttúrulega umhverfi sínu

Frekari upplýsingar um klukkustundar Ribsafari ferð

Lengd ferðar: Klukkustund

Verð:

  • Fullorðnir: 13.400 kr.
  • Börn undir 12 ára aldri: 7.200 kr.

Lágmarksfjöldi: 5 farþegar í ferð (ath. við söfnum í fimm manns)

Tímasetning:

  • 15. maí til 1. júní klukkan 12 og 14:30.
  • 1. júní til 31. ágúst klukkan 12, 14:30 og 16.
  • Í júlí erum við oft líka með ferðir klukkan 17
  • 1. september til 30. september klukkan 12 og 14:30   

Stundum siglum við á öðrum tímum. Athugaðu að hafa samband við okkur ef þú vilt vita með aðrar tímasetningar eða hópaferðir. Þú getur hringt í síma 661-1810 eða haft samband með pósti info@ribsafari.is.

Þú getur líka kíkt á Algengar spurningar til að fá nánari upplýsingar.

Bóka núna