Project Description

 

Gestastofan, Sæheimar og lundar

Það er komið nýtt safn í Vestmannaeyjum sem heitir Sea Life Trust Beluga Whale Sanctuary. Þar eru lundar og ýmis konar sjávardýr sem þú getur séð og fræðst um. Að auki eru þarna ýmsar upplýsingar um Litlu Grá og Litlu Hvít sem eru tveir mjaldrar sem voru fluttir til Vestmannaeyja frá Kína árið 2019. Mjaldrarnir eru í Klettsvík mestan part ársins og þangað er líka hægt að fara í siglingu fyrir eða eftir safnið. Þú getur alltaf bætt því við heimsókn þína á safnið.

Með því að heimsækja safnið og sigla jafnvel út í Klettsvík þá ertu að aðstoða Sealife Trust Beluga Center við að annast dýrin sem þar eru. Á safninu eru t.d. lundar sem hafa ekki náð óslasaðir að komast út á haf út þegar þeir voru pysjur. Einnig eru þar lundar og aðrir fuglar sem hefur verið bjargað úr sjónum. Til þess að unnt sé að annast þá og jafnvel ná að koma þeim aftur út í náttúruna þarf gestastofan á fjármagni að halda. Aðgangseyrinn þinn hjálpar til við það.

Gestastofan, Sæheimar og lundar

Fullorðnir: 3,500 ISK

Börn (6-14ára): 2,350 ISK

Börn yngri en 6 ára: 0 ISK

Fjölskylduverð: 10,000 ISK

Bóka