Eldfell – ýmsar upplýsingar

  • Það er ótrúlega skemmtilegt að fara upp á eldfjallið í Vestmannaeyjum.
  • Það getur tekið um 1,5 klukkustund að fara upp á fellið frá höfninni í Eyjum.
  • Gönguferð upp á Eldfell er þægilega fyrir flesta, háa sem lága.
  • Fellið er um 200 metrar að hæð.
  • Eftir eða fyrir gönguna á fellið er gaman að fara á safnið Eldheimar til að fræðast um gosið í Eyjum.
  • Það eru enn heitir staðir upp á fellinu þar sem þú finnur hitann frá hrauninu.
  • Eldfell gaus árið 1973 og olli því að Eyjamenn þurftu að flytja frá Vestmannaeyjum í fjölda mánaða.
  • Eldgosið hófst 23. janúar 1973 og stóð til 3. júlí sama ár. Á hverju ári fagna eyjamenn Goslokahátíð sem er haldin fyrstu helgina í júlí. Þá eru tónleikar, sýningar og ýmsar skemmtanir um allan bæinn.
  • Gosið hafði mikil áhrif á eyjuna sjálfa og eyjamenn.
  • Þegar gosið varð þá þurftu Eyjamenn að búa á meginlandinu í marga mánuði á meðan á gosinu stóð og eftir það. Sumir snéru aldrei aftur til Eyja. Margir misstu aleiguna sína í gosinu en engin mannsföll urðu í gosinu sjálfu.
  • Eyjamenn tala um tímabilin; fyrir og eftir gos.
  • Ef þú kemur í siglingu í kringum Heimaey á farþegabátnum okkar eða í tveggja tíma siglingu á ribbát þá sérðu allt nýja hraunið frá gosinu í Eyjum.