Lundinn

/Lundinn

Lundinn

Staðreyndir um lundann

Vestmannaeyjar er ein stærsta lunda paradísin á Íslandi þar sem milljónir lunda koma hingað til að eignast unga á hverju ári.

Lundinn dvelst mestmegnis á sjónum.

Lundinn eignast maka til lífstíðar og geta þeir orðið um 37 ára gamlir.

Á veturnar dvelur lundinn úti á hafi hjá Grænlandi og Nýfundnalandi og er parið ekki saman yfir veturinn.

Lundinn blakar vængjunum sínum 400 sinnum á mínútu og getur flogið á um 88 km hraða. Lundinn er magnaður sundfugl og getur kafað allt niður í 60 metra til að ná sér í æti.

Goggur lundans er litríkur á sumrin til að geta laðað að sér hitt kynið en er grár á veturna.

Á vorin byrjar karlfuglinn að koma til Vestmannaeyja um viku áður en að konan kemur og gerir allt hreint í lundaholunni sem þau vilja í yfir sumartímann.

By |2020-05-13T13:34:28+00:00maí 13th, 2020|Aðal, Almennt, Sumar|0 Comments