Lundinn – staðreyndir
- Vestmannaeyjar er ein stærsta lunda paradísin á Íslandi þar sem milljónir lunda koma hingað til að eignast unga á hverju ári.
- Lundinn dvelst mestmegnis á sjónum.
- Lundinn eignast maka til lífstíðar og geta þeir orðið um 37 ára gamlir.
- Á veturnar dvelur lundinn úti á hafi hjá Grænlandi og Nýfundnalandi og er parið ekki saman yfir veturinn.
- Lundinn blakar vængjunum sínum 400 sinnum á mínútu og getur flogið á um 88 km hraða.
- Lundinn er magnaður sundfugl og getur kafað allt niður í 60 metra til að ná sér í æti.
- Goggur lundans er litríkur á sumrin til að geta laðað að sér hitt kynið en er grár á veturna.
- Á vorin byrjar karlfuglinn að koma til Vestmannaeyja um viku áður en að konan kemur. Hann gerir allt hreint í lundaholunni sem þau dvelja í yfir sumartímann.
- Þegar lundinn yfirgefur holuna sína á haustin skilur hann lundapysjuna (ungann sinn) eftir.
- Lundapysjan þarf þá að sjá um sig sjálf og flýgur oft út úr holunni sinni á kvöldin. Lundapysjan ruglast þá oft og flýgur í bæinn okkar og ratar ekki á haf út. Þá fellur það í hendur Eyjamanna að bjarga pysjunum svo þær feli sig ekki í landi og svelti. Þegar fólk finnur pysjur þá setur það þær í kassa og fer með það niður í lundaeftirlitið á Sealife Trust Beluga Whale Center daginn eftir. Þar eru pysjurnar viktaðar og merktar til að fylgjast með stofninum.
- Eftir að lundapysjan hefur verið merkt og viktuð er hægt að fara með hana og sleppa henni út á haf út.
- Lundapysjutímabilið í Vestmannaeyjum er í lok ágúst og frameftir september.
- Ef þú vilt sjá lundann í sínu náttúrulega umhverfi þá mælum við með bátsferð í kringum Heimaey á farþegabát eða Ribsafari ferð