Herjólfur – siglingar til og frá Eyjum – ýmsar upplýsingar

  • Það tekur um 35-45 mínútur að sigla frá Landeyjahöfn til Vestmannaeyja.
  • Þú getur bókað þér far á vefsíðunni þeirra.
  • Ef vont er í sjóinn eða aðstæður ekki nægilega góðar eru gefnar út tilkynningar og sett líka á Facebook-síðunni þeirra
  • Ef þannig eru aðstæður þá er siglt í Þorlákshöfn og tekur sú ferð um 2,5-3 tíma.
  • Þegar siglt er frá Þorlákshöfn eða hætta á að það sé siglt þangað þá er ágætt að huga að því að bóka öruggar ferðir. Öruggar ferðir Herjólfs eru frá vestmannaeyjum kl. 7.00 og 17.00. Og frá Landeyjahöfn/Þorlákshöfn kl. 10:45 og 20:45.
  • Hægt er að panta sér koju eða klefa ef Herjólfur siglir í Þorlákshöfn.
  • Þú getur tekið bíl með þér til eyja en þá ráðleggjum við þér alltaf að panta ferðina fyrirfram.
  • Þú getur líka tekið með þér reiðhjól til Eyja.
  • Siglt er að jafnaði sjö sinnum á dag á milli lands og Eyja.
  • Þú þarft að mæta 30 mínútum fyrir brottför.
  • Strætó keyrir í Landeyjahöfn og geturðu séð nánari upplýsingar á vefnum þeirra um tengingar við ferðir Herjólfs.
  • Símanúmerið hjá Herjólfi er 481-2800.

Ef þú ert að koma til Eyja með hóp þá getum við sótt þig og þinn hóp á farþegabátnum okkar Teistu. Þá leigirðu bátinn fyrir þig og þína. Sjá nánar hér.